Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2015 17:14 Bretinn sagðist öllu vanur og gaf lítið fyrir viðvaranir leiðsögumanna. Mynd/Ingólfur Bruun Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu mynd. Breskur ljósmyndari lét viðvaranir leiðsögumanns sem vind um eyru þjóta í fjörunni fyrir neðan Jökulsárlón í gær. „Sumir hlusta bara ekki,“ segir Ingólfur Bruun margreyndur leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Ingólfur, sem einnig er ljósmyndari, fór fyrir hópi svissneskra ljósmyndara á vegum Extreme Iceland sem var staddur við lónið í fallegu veðri í gær að taka myndir. Í öðrum hópi var breskur ljósmyndari sem óð út í fjöruna þrátt fyrir áminningar um að gera það ekki.Leiðgsögumaðurinn Ulrich Pittroff náði þessari mynd af ferðamanni í Reynisfjöru í liðinni viku. Umfjöllun um málið má lesa í frétt neðan við þessa frétt.Mynd/Ulrich Pittroff„Hann var í vöðlum og þóttist bara nokkuð góður. Var alvanur að taka myndir í flæðarmálinu heima í Bretlandi,“ skrifaði Ingólfur í Facebook-færslu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Hann telur mikilvægt að deila reynslusögum sem þessum með kollegum sínum til að allir séu meðvitaðir um fylgifiska aukins ferðamannafjölda hér á landi.Sjá einnig:Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru Ingólfur segist hafa rætt við leiðsögumann Bretans sem einnig var íslenskur. Sá sagðist hafa varað alla í hópnum við að fara út í fjöru en þessi eini hefði ekki hlustað. Ingólfur öskraði á Bretann sem stóð úti í sjónum en sneri að endingu aftur í land. Ljóst er að vöðlurnar hefðu ekki komið að neinum notum hefði alda tekið manninn. Hann slapp hins vegar og sömuleiðis búnaður hans. Það gilti þó ekki um alla.Leiðsögumaðurinn Owen Hunt tók þessa mynd af eftirlitslausum börnum við Jökulsárlón í vikunni.Mynd/Owen HuntIngólfur útskýrir að þrátt fyrir að hafa brýnt fyrir sínum hóp að allir ættu að halda sig frá öldunum hefði einum tekist að láta öldurnar sækja sig og búnaðinn. Sá var þó heppinn og missti aðeins Canon G15 myndavél. „Og smá stolt,“ segir Ingólfur. Í fyrra hafi ljósmyndari í hans hóp orðið fyrir tveggja milljóna króna tjóni þegar búnaður hans fór út í saltan sjóinn.Sjá einnig:Eftirlitlaus börn á ísnum Hann minnir líka á að hættan sé ekki aðeins bundin við sjóinn og öldurnar heldur einnig ísinn. Klakinn sé af öllum stærðum og gerðum. Með slagkrafti geti minnstu klakastykki ýtt vel við fólki. Ingólfur og félagar halda kyrru innandyra á Hala í Suðursveit í dag. Ingólfur hélt í morgun í Jökulsárlón þar sem planið hafði verið að verja deginum við myndatöku þar en veður var svo vont að ákveðið var að snúa aftur að Hala. Hann varð var við útlendinga á húsbílum við lónið en ljóst var að illa gæti varið sökum veðurs á þannig bílum. Því ráðlagði hann útlendingunum að skilja húsbílana eftir í vari við ferðaþjónustuhúsið við Jökulsárlón og fá far með bílalest sem Ingólfur tilheyrði að Hala. „Það var bara glórulaust að hreyfa húsbílana,“ segir Ingólfur sem ók aftastur í bílalest nokkurra bíla úr lóninu og að Hala.Uppfært klukkan 19:30 Í fyrri útgáfu stóð að Ingólfur og hans fólk hefði verið á húsbílum. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni að ofan. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu mynd. Breskur ljósmyndari lét viðvaranir leiðsögumanns sem vind um eyru þjóta í fjörunni fyrir neðan Jökulsárlón í gær. „Sumir hlusta bara ekki,“ segir Ingólfur Bruun margreyndur leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Ingólfur, sem einnig er ljósmyndari, fór fyrir hópi svissneskra ljósmyndara á vegum Extreme Iceland sem var staddur við lónið í fallegu veðri í gær að taka myndir. Í öðrum hópi var breskur ljósmyndari sem óð út í fjöruna þrátt fyrir áminningar um að gera það ekki.Leiðgsögumaðurinn Ulrich Pittroff náði þessari mynd af ferðamanni í Reynisfjöru í liðinni viku. Umfjöllun um málið má lesa í frétt neðan við þessa frétt.Mynd/Ulrich Pittroff„Hann var í vöðlum og þóttist bara nokkuð góður. Var alvanur að taka myndir í flæðarmálinu heima í Bretlandi,“ skrifaði Ingólfur í Facebook-færslu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Hann telur mikilvægt að deila reynslusögum sem þessum með kollegum sínum til að allir séu meðvitaðir um fylgifiska aukins ferðamannafjölda hér á landi.Sjá einnig:Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru Ingólfur segist hafa rætt við leiðsögumann Bretans sem einnig var íslenskur. Sá sagðist hafa varað alla í hópnum við að fara út í fjöru en þessi eini hefði ekki hlustað. Ingólfur öskraði á Bretann sem stóð úti í sjónum en sneri að endingu aftur í land. Ljóst er að vöðlurnar hefðu ekki komið að neinum notum hefði alda tekið manninn. Hann slapp hins vegar og sömuleiðis búnaður hans. Það gilti þó ekki um alla.Leiðsögumaðurinn Owen Hunt tók þessa mynd af eftirlitslausum börnum við Jökulsárlón í vikunni.Mynd/Owen HuntIngólfur útskýrir að þrátt fyrir að hafa brýnt fyrir sínum hóp að allir ættu að halda sig frá öldunum hefði einum tekist að láta öldurnar sækja sig og búnaðinn. Sá var þó heppinn og missti aðeins Canon G15 myndavél. „Og smá stolt,“ segir Ingólfur. Í fyrra hafi ljósmyndari í hans hóp orðið fyrir tveggja milljóna króna tjóni þegar búnaður hans fór út í saltan sjóinn.Sjá einnig:Eftirlitlaus börn á ísnum Hann minnir líka á að hættan sé ekki aðeins bundin við sjóinn og öldurnar heldur einnig ísinn. Klakinn sé af öllum stærðum og gerðum. Með slagkrafti geti minnstu klakastykki ýtt vel við fólki. Ingólfur og félagar halda kyrru innandyra á Hala í Suðursveit í dag. Ingólfur hélt í morgun í Jökulsárlón þar sem planið hafði verið að verja deginum við myndatöku þar en veður var svo vont að ákveðið var að snúa aftur að Hala. Hann varð var við útlendinga á húsbílum við lónið en ljóst var að illa gæti varið sökum veðurs á þannig bílum. Því ráðlagði hann útlendingunum að skilja húsbílana eftir í vari við ferðaþjónustuhúsið við Jökulsárlón og fá far með bílalest sem Ingólfur tilheyrði að Hala. „Það var bara glórulaust að hreyfa húsbílana,“ segir Ingólfur sem ók aftastur í bílalest nokkurra bíla úr lóninu og að Hala.Uppfært klukkan 19:30 Í fyrri útgáfu stóð að Ingólfur og hans fólk hefði verið á húsbílum. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57