Nei takk launahækkun? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 22. febrúar 2015 11:22 Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar