Tveir hópar olíufélaga á Drekasvæðið í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2015 21:15 Kanadíska olíufélagið Ithaca hefur ákveðið að senda rannsóknarskip á Drekasvæðið til endurvarpsmælinga í sumar. Kínverska félagið CNOOC hefur einnig staðfest sömu áform. Þar með er ljóst að tveir hópar sérleyfishafa hefja olíuleit þar á næstu mánuðum. Sérleyfin til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu voru upphaflega þrjú en í desember skilaði hópur undir forystu Faroe Petroleum inn sínu leyfi. Hinir hóparnir, undir forystu Ithaca og CNOOC, halda sínu striki en íslenska félagið Eykon tengist þeim báðum. Kanadíska félagið Ithaca og kínverska félagið CNOOC eru meirihlutaeigendur og rekstraraðilar sérleyfanna tveggja. Kínverska félagið var þegar í haust búið að lýsa yfir vilja sínum til að byrja í sumar og hefur nú staðfest þau áform sín, að því er fram kemur í viðtali við Gunnlaug Jónsson, framkvæmdastjóra Eykons, í fréttum Stöðvar 2. Þetta fyrsta stig olíuleitarinnar felst í því að rannsóknarskip verða send á svæðið til endurvarpsmælinga. Þau sigla þá eftir fyrirfram ákveðnum ferlum með kapla og mælibúnað í eftirdragi til að kortleggja jarðlögin undir hafsbotni. Gunnlaugur segir að í öðru leyfinu verði teknar sneiðmyndir sem samsvara eittþúsund kílómetrum en í hinu leyfinu verði það tvöþúsund kílómetrar. Rannsóknarskipum af þessu tagi fylgja nokkur aðstoðarskip en hérlendis verða menn helst varir við umsvifin ef flotinn kemur til hafnar að sækja vistir og þjónustu. Kveðst Gunnlaugur telja líklegt að skipin komi til hafnar hérlendis. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Þá er hugsanlegt er að hóparnir tveir sameinist um rannsóknarskip. Gunnlaugur segir viðræður hafnar um slíkt milli leyfishafanna og það komi væntanlega í ljós á næstu vikum eða mánuðum. Hann segir að lágu olíuverði fylgi lágt verð á þjónustu við olíugeirann. „Við teljum það ekki víst að svo lágt verð fáist á næstu árum þannig að við viljum nota tækifærið,“ segir Gunnlaugur. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Eftir 30 ár á Drekasvæðinu vonast Steinar til að styttist í gleðitíðindi Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn. 25. október 2014 19:30 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Kanadíska olíufélagið Ithaca hefur ákveðið að senda rannsóknarskip á Drekasvæðið til endurvarpsmælinga í sumar. Kínverska félagið CNOOC hefur einnig staðfest sömu áform. Þar með er ljóst að tveir hópar sérleyfishafa hefja olíuleit þar á næstu mánuðum. Sérleyfin til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu voru upphaflega þrjú en í desember skilaði hópur undir forystu Faroe Petroleum inn sínu leyfi. Hinir hóparnir, undir forystu Ithaca og CNOOC, halda sínu striki en íslenska félagið Eykon tengist þeim báðum. Kanadíska félagið Ithaca og kínverska félagið CNOOC eru meirihlutaeigendur og rekstraraðilar sérleyfanna tveggja. Kínverska félagið var þegar í haust búið að lýsa yfir vilja sínum til að byrja í sumar og hefur nú staðfest þau áform sín, að því er fram kemur í viðtali við Gunnlaug Jónsson, framkvæmdastjóra Eykons, í fréttum Stöðvar 2. Þetta fyrsta stig olíuleitarinnar felst í því að rannsóknarskip verða send á svæðið til endurvarpsmælinga. Þau sigla þá eftir fyrirfram ákveðnum ferlum með kapla og mælibúnað í eftirdragi til að kortleggja jarðlögin undir hafsbotni. Gunnlaugur segir að í öðru leyfinu verði teknar sneiðmyndir sem samsvara eittþúsund kílómetrum en í hinu leyfinu verði það tvöþúsund kílómetrar. Rannsóknarskipum af þessu tagi fylgja nokkur aðstoðarskip en hérlendis verða menn helst varir við umsvifin ef flotinn kemur til hafnar að sækja vistir og þjónustu. Kveðst Gunnlaugur telja líklegt að skipin komi til hafnar hérlendis. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Þá er hugsanlegt er að hóparnir tveir sameinist um rannsóknarskip. Gunnlaugur segir viðræður hafnar um slíkt milli leyfishafanna og það komi væntanlega í ljós á næstu vikum eða mánuðum. Hann segir að lágu olíuverði fylgi lágt verð á þjónustu við olíugeirann. „Við teljum það ekki víst að svo lágt verð fáist á næstu árum þannig að við viljum nota tækifærið,“ segir Gunnlaugur.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Eftir 30 ár á Drekasvæðinu vonast Steinar til að styttist í gleðitíðindi Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn. 25. október 2014 19:30 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00
Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48
Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00
Eftir 30 ár á Drekasvæðinu vonast Steinar til að styttist í gleðitíðindi Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn. 25. október 2014 19:30
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06