Fráleitt að leggja til að óbólusett börn fari til dagforeldra sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. mars 2015 17:10 vísir/vilhelm Sigrún Edda Lövdal, formaður Félags dagforeldra í Reykjavík, segir það fráleitt að leggja til að óbólusett börn fái inn hjá dagforeldrum. Hún segir það jafnframt sæta furðu að ekki hafi verið haft samband við félagið áður en lagt var til að óbólusett börn sem ekki fengju inngöngu í leikskóla færu til dagforeldra. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, sagði í fréttum RÚV í gær að ef tillaga flokksins um að óbólusett börn fengju ekki leikskólapláss í Reykjavík næði fram að ganga, gætu þau farið til dagforeldra. Tillagan var þó felld í borgarstjórn í gær.Börnin ekki sett í hættu „Ég hef heyrt í fjölmörgum félagsmönnum og þeir eru allir á sama máli. Að láta sér detta í hug að börnum sem er meinaður aðgangur að leikskóla að ætla að pota þeim inn til dagforeldra. Við erum með lítil kríli sem ekki er búið að bólusetja og það segir sig alveg sjálft að við setjum börnin ekki í þessa hættu,“ segir Sigrún. „Ef þau mega ekki vera innan um stóru börnin, af hverju ættu þau þá að mega vera innan um t.d níu mánaða gamalt barn sem verður ekki bólusett við mislingum fyrr en við átján mánaða aldur? Þetta var bara vanhugsað hjá Halldóri,“ bætir hún við.Dagforeldrastéttin verði lögð niður Fyrir liggur á Alþingi þingsályktunartillaga um að foreldrar geti átt kost á því að koma barni sínu fyrir á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi. Verði tillagan samþykkt mun stétt dagforeldra nánast leggjast niður. Gert er ráð fyrir að börnum hjá dagforeldrum muni þá fækka um 400 og dagforeldrum fækka um helming. „Þess vegna verð ég að viðurkenna að það kom spánskt fyrir sjónir að þeir skyldu muna eftir okkur núna því að stétt dagforeldra hefur yfirleitt ekki verið hátt skrifaður hjá borgaryfirvöldum. Þetta er bara algjörlega út í hött,“ segir Sigrún. Alþingi Tengdar fréttir Vilja leikskólaúrræði strax að loknu fæðingarorlofi Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingályktartillögu um að foreldrar eigi kost á því að koma barni sínu fyrir á leiksskóla strax að loknu fæðingarorlofi. 10. október 2013 15:00 „Þessi ástæðulausi ótti við galla bólusetninga hefur fengið of mikið vægi“ Bakþankar Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa, í Fréttablaðinu um bólusetningar barna hafa vakið mikla athygli. 28. febrúar 2015 17:53 Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, telur að upplýsa eigi foreldra ef börn sem ekki eru bólusett gangi í skóla með börnum þeirra. Þá hefðu foreldrar það val að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna. 27. febrúar 2015 07:00 Endurskoðun daggæslumála hafin 7. september 2013 06:00 Vilja gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist í Reykjavík "Verður að viðhalda háu bólusetningarstigi eigi að varðveita svokallað hjarðónæmi gagnvart smitsjúkdómum.“ 16. mars 2015 23:41 Felldu tillögu um bólusetningar Borgarstjóri sagði tillögu um að banna óbólusett börn í leikskólum of róttæka. 18. mars 2015 07:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Sigrún Edda Lövdal, formaður Félags dagforeldra í Reykjavík, segir það fráleitt að leggja til að óbólusett börn fái inn hjá dagforeldrum. Hún segir það jafnframt sæta furðu að ekki hafi verið haft samband við félagið áður en lagt var til að óbólusett börn sem ekki fengju inngöngu í leikskóla færu til dagforeldra. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, sagði í fréttum RÚV í gær að ef tillaga flokksins um að óbólusett börn fengju ekki leikskólapláss í Reykjavík næði fram að ganga, gætu þau farið til dagforeldra. Tillagan var þó felld í borgarstjórn í gær.Börnin ekki sett í hættu „Ég hef heyrt í fjölmörgum félagsmönnum og þeir eru allir á sama máli. Að láta sér detta í hug að börnum sem er meinaður aðgangur að leikskóla að ætla að pota þeim inn til dagforeldra. Við erum með lítil kríli sem ekki er búið að bólusetja og það segir sig alveg sjálft að við setjum börnin ekki í þessa hættu,“ segir Sigrún. „Ef þau mega ekki vera innan um stóru börnin, af hverju ættu þau þá að mega vera innan um t.d níu mánaða gamalt barn sem verður ekki bólusett við mislingum fyrr en við átján mánaða aldur? Þetta var bara vanhugsað hjá Halldóri,“ bætir hún við.Dagforeldrastéttin verði lögð niður Fyrir liggur á Alþingi þingsályktunartillaga um að foreldrar geti átt kost á því að koma barni sínu fyrir á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi. Verði tillagan samþykkt mun stétt dagforeldra nánast leggjast niður. Gert er ráð fyrir að börnum hjá dagforeldrum muni þá fækka um 400 og dagforeldrum fækka um helming. „Þess vegna verð ég að viðurkenna að það kom spánskt fyrir sjónir að þeir skyldu muna eftir okkur núna því að stétt dagforeldra hefur yfirleitt ekki verið hátt skrifaður hjá borgaryfirvöldum. Þetta er bara algjörlega út í hött,“ segir Sigrún.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja leikskólaúrræði strax að loknu fæðingarorlofi Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingályktartillögu um að foreldrar eigi kost á því að koma barni sínu fyrir á leiksskóla strax að loknu fæðingarorlofi. 10. október 2013 15:00 „Þessi ástæðulausi ótti við galla bólusetninga hefur fengið of mikið vægi“ Bakþankar Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa, í Fréttablaðinu um bólusetningar barna hafa vakið mikla athygli. 28. febrúar 2015 17:53 Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, telur að upplýsa eigi foreldra ef börn sem ekki eru bólusett gangi í skóla með börnum þeirra. Þá hefðu foreldrar það val að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna. 27. febrúar 2015 07:00 Endurskoðun daggæslumála hafin 7. september 2013 06:00 Vilja gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist í Reykjavík "Verður að viðhalda háu bólusetningarstigi eigi að varðveita svokallað hjarðónæmi gagnvart smitsjúkdómum.“ 16. mars 2015 23:41 Felldu tillögu um bólusetningar Borgarstjóri sagði tillögu um að banna óbólusett börn í leikskólum of róttæka. 18. mars 2015 07:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Vilja leikskólaúrræði strax að loknu fæðingarorlofi Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingályktartillögu um að foreldrar eigi kost á því að koma barni sínu fyrir á leiksskóla strax að loknu fæðingarorlofi. 10. október 2013 15:00
„Þessi ástæðulausi ótti við galla bólusetninga hefur fengið of mikið vægi“ Bakþankar Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa, í Fréttablaðinu um bólusetningar barna hafa vakið mikla athygli. 28. febrúar 2015 17:53
Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, telur að upplýsa eigi foreldra ef börn sem ekki eru bólusett gangi í skóla með börnum þeirra. Þá hefðu foreldrar það val að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna. 27. febrúar 2015 07:00
Vilja gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist í Reykjavík "Verður að viðhalda háu bólusetningarstigi eigi að varðveita svokallað hjarðónæmi gagnvart smitsjúkdómum.“ 16. mars 2015 23:41
Felldu tillögu um bólusetningar Borgarstjóri sagði tillögu um að banna óbólusett börn í leikskólum of róttæka. 18. mars 2015 07:15