Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. mars 2015 09:46 Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að þingsályktun frá 2009 um að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu hafi aðeins pólitískt gildi. „Sá meirihluti sem að henni stóð og þau stefnumál sem hann stóð fyrir féll í kosningunum 2013,“ skrifar hann í Morgunblaðið. „Sú ríkisstjórn sem þá tók við verður ekki knúin til að fylgja eftir þeim ályktunum sem fyrri ríkisstjórn fékk samþykktar í tíð meirihluta sem er ekki lengur fyrir hendi,“ skrifar ráðherrann í pistlinum þar sem hann fjallar um bréf minnihlutans á þingi til Evrópusambandsins. „Í bréfinu er látið í veðri vaka að ályktun Alþingis frá 16. júlí 2009 lýsi ríkjandi afstöðu á Alþingi og hafi einhvers konar lagagildi sem ríkisstjórninni sé óheimilt að víkja frá. Ekkert er fjær sanni,“ segir Gunnar Bragi en tekist hefur verið á um hvort stjórninni hafi verið heimilt að slíta viðræðunum með þeim hætti sem gert var í síðustu viku. Gunnar Bragi hafnar því líka í greininni að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. „Hún hefur margoft verið rædd í utanríkismálanefnd, þ. á m. þegar hléi fyrri ríkisstjórnar var fram haldið, þegar samninganefndin og -hóparnir voru leystir frá störfum, þegar framkvæmdastjórnin féll frá samningsbundum fégreiðslum til ýmissa aðlögunarverkefna (IPA-styrkir) og nú síðast þegar þingsályktunartillaga um að draga aðildarumsóknina til baka var til meðferðar á síðasta þingi,“ skrifar ráðherrann. Alþingi ESB-málið Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að þingsályktun frá 2009 um að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu hafi aðeins pólitískt gildi. „Sá meirihluti sem að henni stóð og þau stefnumál sem hann stóð fyrir féll í kosningunum 2013,“ skrifar hann í Morgunblaðið. „Sú ríkisstjórn sem þá tók við verður ekki knúin til að fylgja eftir þeim ályktunum sem fyrri ríkisstjórn fékk samþykktar í tíð meirihluta sem er ekki lengur fyrir hendi,“ skrifar ráðherrann í pistlinum þar sem hann fjallar um bréf minnihlutans á þingi til Evrópusambandsins. „Í bréfinu er látið í veðri vaka að ályktun Alþingis frá 16. júlí 2009 lýsi ríkjandi afstöðu á Alþingi og hafi einhvers konar lagagildi sem ríkisstjórninni sé óheimilt að víkja frá. Ekkert er fjær sanni,“ segir Gunnar Bragi en tekist hefur verið á um hvort stjórninni hafi verið heimilt að slíta viðræðunum með þeim hætti sem gert var í síðustu viku. Gunnar Bragi hafnar því líka í greininni að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. „Hún hefur margoft verið rædd í utanríkismálanefnd, þ. á m. þegar hléi fyrri ríkisstjórnar var fram haldið, þegar samninganefndin og -hóparnir voru leystir frá störfum, þegar framkvæmdastjórnin féll frá samningsbundum fégreiðslum til ýmissa aðlögunarverkefna (IPA-styrkir) og nú síðast þegar þingsályktunartillaga um að draga aðildarumsóknina til baka var til meðferðar á síðasta þingi,“ skrifar ráðherrann.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira