„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2015 19:52 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson. Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41
„Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21
„Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22