„Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:00 Ungir menn á partýrútu stoppuðu í Norðurbænum í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt og skutu upp nokkrum flugeldatertum íbúum til mikillar gremju. Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum. Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við. Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við.
Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira