„Opnaðu helvítis dyrnar!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2015 10:34 Aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz tók yfir stjórn vélarinnar þegar flugstjórinn fór á klósettið. Vísir/AFP Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings, sem Lubitz flaug vísvitandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag, hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. Á upptökunum heyrist flugstjórinn, Patrick Sondheimer, skipa Lubitz að „opna helvítis dyrnar.“ Lubitz læsti Sondheimer út úr flugstjórnarklefanum og reyndi flugstjórinn að brjóta sér leið inn með öxi. Mínútum áður en Lubitz læsti dyrunum heyrist Sondheimer segja við Lubitz að hann ætli á klósettið og biður aðstoðarflugmanninn um að „taka yfir.“ Skömmu síðar bankar flugstjórinn á dyrnar en þá byrjar Lubitz að lækka flugið. Á upptökunum heyrast öskrin í farþegum. Svo virðist sem Lubitz hafi alltaf ætlað sér að læsa flugstjórann úti úr flugstjórnarklefanum. Á hljóðupptökum heyrist að Lubitz hvatti flugstjórann til að yfirgefa klefann og skilja hann eftir einan þar. Þá heyrist á upptökunum þegar Sondheimer fer yfir lendingu í Düsseldorf með Lubitz sem svarar „Vonandi“ og „Við sjáum til.“ Lubitz svaraði Sondheimer aldrei á meðan sá síðarnefndi reyndi að ná samband við hann fyrir utan flugstjórnarklefann. Afrit af samtalinu hefur ekki verið birt af rannsakendum flugslyssins en það kemur úr svarta kassa vélarinnar og nær yfir allt að tvær klukkustundir. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Síðustu mínútur flugsins Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 27. mars 2015 11:30 Lubitz átti í vandræðum með sjónina Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn. 28. mars 2015 15:43 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Lubitz leyndi veikindum sínum Rannsakendur fundu rifin læknavottorð á heimili hans. 27. mars 2015 12:13 Lufthansa og Germanwings mögulega skaðabótaskyld Þýsku flugfélögin Lufthansa og Germanwings gætu verið skaðabótaskyld gagnvart aðstandendum þeirra sem fórust í flugslysinu í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag. 27. mars 2015 16:42 Fundu geðlyf heima hjá Lubitz Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag. 28. mars 2015 17:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings, sem Lubitz flaug vísvitandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag, hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. Á upptökunum heyrist flugstjórinn, Patrick Sondheimer, skipa Lubitz að „opna helvítis dyrnar.“ Lubitz læsti Sondheimer út úr flugstjórnarklefanum og reyndi flugstjórinn að brjóta sér leið inn með öxi. Mínútum áður en Lubitz læsti dyrunum heyrist Sondheimer segja við Lubitz að hann ætli á klósettið og biður aðstoðarflugmanninn um að „taka yfir.“ Skömmu síðar bankar flugstjórinn á dyrnar en þá byrjar Lubitz að lækka flugið. Á upptökunum heyrast öskrin í farþegum. Svo virðist sem Lubitz hafi alltaf ætlað sér að læsa flugstjórann úti úr flugstjórnarklefanum. Á hljóðupptökum heyrist að Lubitz hvatti flugstjórann til að yfirgefa klefann og skilja hann eftir einan þar. Þá heyrist á upptökunum þegar Sondheimer fer yfir lendingu í Düsseldorf með Lubitz sem svarar „Vonandi“ og „Við sjáum til.“ Lubitz svaraði Sondheimer aldrei á meðan sá síðarnefndi reyndi að ná samband við hann fyrir utan flugstjórnarklefann. Afrit af samtalinu hefur ekki verið birt af rannsakendum flugslyssins en það kemur úr svarta kassa vélarinnar og nær yfir allt að tvær klukkustundir.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Síðustu mínútur flugsins Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 27. mars 2015 11:30 Lubitz átti í vandræðum með sjónina Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn. 28. mars 2015 15:43 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Lubitz leyndi veikindum sínum Rannsakendur fundu rifin læknavottorð á heimili hans. 27. mars 2015 12:13 Lufthansa og Germanwings mögulega skaðabótaskyld Þýsku flugfélögin Lufthansa og Germanwings gætu verið skaðabótaskyld gagnvart aðstandendum þeirra sem fórust í flugslysinu í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag. 27. mars 2015 16:42 Fundu geðlyf heima hjá Lubitz Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag. 28. mars 2015 17:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Síðustu mínútur flugsins Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 27. mars 2015 11:30
Lubitz átti í vandræðum með sjónina Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn. 28. mars 2015 15:43
„Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23
Lubitz leyndi veikindum sínum Rannsakendur fundu rifin læknavottorð á heimili hans. 27. mars 2015 12:13
Lufthansa og Germanwings mögulega skaðabótaskyld Þýsku flugfélögin Lufthansa og Germanwings gætu verið skaðabótaskyld gagnvart aðstandendum þeirra sem fórust í flugslysinu í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag. 27. mars 2015 16:42
Fundu geðlyf heima hjá Lubitz Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag. 28. mars 2015 17:53