Erlent

Lubitz átti í vandræðum með sjónina

Atli Ísleifsson skrifar
150 manns fórust þegar vél Germanwings var grandað.
150 manns fórust þegar vél Germanwings var grandað. Vísir/AFP
Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn.

New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Þar kemur var að sjónvandræðin hafi getað stuðlað að endalokum ferils Lubitz sem flugmaður.

Talsmaður sjúkrahúss í Düsseldorf hafði áður staðfest að Lubitz hafi verið til meðferðar hjá læknum fyrr í mánuðinum. Það hafi ekki verið vegna þynglyndis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×