Erlent

Germanwings fjarlægir auglýsingar í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Twitter
Flugfélagið Germanwings hefur þegar byrjað að fjarlægja allar auglýsingar félagsins í neðanjarðarlestakerfinu í London. Á auglýsingaskiltunum stendur: „Búðu þig undir að láta koma þér á óvart. Heimsæktu Þýskaland.“ Þessi lína þykir minna of á örlög þeirra 150 sem létu lífið í vél félagsins í ölpunum á þriðjudaginn.

Umsjónarmenn neðanjarðarlestarkerfisins staðfestur við Mirror að þeir hefðu byrjað að fjarlægja auglýsingarnar strax á þriðjudaginn, að beiðni Germanwings. 65 auglýsingar voru fjarlægðar á þriðjudaginn.

Þrír Bretar voru í flugvélinni, en aðstoðarflugmaður hennar er sagður hafa flogið henni vísvitandi á fjall í Ölpunum.


Tengdar fréttir

Harmleikur í háloftunum

Þegar 150 manns farast með farþegaþotu í hefðbundnu millilandaflugi í Evrópu, líkt og gerðist í Frönsku ölpunum á þriðjudag, verður fólk sem notar þennan ferðamáta eðlilega slegið og skelkað. Fá orð ná svo utan um harminn sem nístir þá sem atburðurinn snertir beint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×