Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:29 Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31
Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30
Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15
Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42