Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira