Setja á fót samræmingarnefnd Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2015 10:17 Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra eiga fast sæti í nefndinni. Vísir/GVA Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að setja á fót ráðherranefnd, eða samræmingarnefnd. Henni er ætlað að fjalla um stjórnarfrumvörp, sem leggja á fyrir Alþingi og varða eða geta haft áhrif á málefnasvið fleiri en eins ráðherra. Þar að auki skal nefndin fjalla um önnur mikilvæg úrlausnarefni í ráðuneytum þar sem samhæfingar er þörf. Í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu segir að mörg dæmi séu um verkefni og löggjöf sem varði málefnasvið fleiri en eins ráðuneytis. Þá segir að slíkar samræmingarnefndir ráðherra hafi lengi verið starfræktar í öðrum löndum. Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra eiga fast sæti í nefndinni og aðrir ráðherra sitja fundi nefndarinnar í samræmi við umfjöllunarefni hverju sinni. Kveðið er á um hlutverk forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins við samhæfingu innan Stjórnarráðsins í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 71/2013 og lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Í 8. gr. laganna segir að forsætisráðherra beri að gæta þess að verkaskipting á milli ráðherra sé eins skýr og kostur er og að ráðherrar skuli leitast við að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta þegar málefni og málefnasvið skarast. Þá segir í ákvæðinu að forsætisráðherra skuli beita sér fyrir því að stefna og aðgerðir ráðherra á einstökum sviðum séu samhæfðar ef á þurfi að halda. Samþykkt var að samræmingarnefndin starfi sem ráðherranefnd samkvæmt 9. – 10. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Alþingi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að setja á fót ráðherranefnd, eða samræmingarnefnd. Henni er ætlað að fjalla um stjórnarfrumvörp, sem leggja á fyrir Alþingi og varða eða geta haft áhrif á málefnasvið fleiri en eins ráðherra. Þar að auki skal nefndin fjalla um önnur mikilvæg úrlausnarefni í ráðuneytum þar sem samhæfingar er þörf. Í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu segir að mörg dæmi séu um verkefni og löggjöf sem varði málefnasvið fleiri en eins ráðuneytis. Þá segir að slíkar samræmingarnefndir ráðherra hafi lengi verið starfræktar í öðrum löndum. Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra eiga fast sæti í nefndinni og aðrir ráðherra sitja fundi nefndarinnar í samræmi við umfjöllunarefni hverju sinni. Kveðið er á um hlutverk forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins við samhæfingu innan Stjórnarráðsins í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 71/2013 og lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Í 8. gr. laganna segir að forsætisráðherra beri að gæta þess að verkaskipting á milli ráðherra sé eins skýr og kostur er og að ráðherrar skuli leitast við að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta þegar málefni og málefnasvið skarast. Þá segir í ákvæðinu að forsætisráðherra skuli beita sér fyrir því að stefna og aðgerðir ráðherra á einstökum sviðum séu samhæfðar ef á þurfi að halda. Samþykkt var að samræmingarnefndin starfi sem ráðherranefnd samkvæmt 9. – 10. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands.
Alþingi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira