Össur enn sömu skoðunar varðandi olíuleit Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:15 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson. Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira