Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira