Þjálfarastarfið er lífsstíll | Kíkt á bak við tjöldin hjá Nordsjælland 30. mars 2015 14:09 Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið. Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið.
Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti