Össur hjólar í Bjarna vegna frumvarps um að leggja niður Bankasýsluna Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2015 17:25 Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum "í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Vísir/GVA/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37