Handbolti

Ísland í erfiðum riðli í undankeppni EM 2016

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska liðsins.
Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska liðsins. vísir/valli
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta á erfiða leiki fyrir höndum í undankeppni EM 2016, en dregið var til undankeppninnar í dag.

Ísland er með Frakklandi, Sviss og Þýskalandi í riðli en efstu tvö liðin komst í lokakeppnina sem fram fer í Svíþjóð í desember 2016.

Stelpurnar okkar voru ekki með á síðasta Evrópumóti, en þær komust á þrjú stórmót í röð frá 2010-2012.

Íslenska liðið var með á HM 2011 og EM 2010 og 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×