Vilja vinna gegn ofbeldi meðal innflytjenda og vinna olíu á Drekasvæðinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. apríl 2015 12:23 Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing um helgina þar sem stefnan verður mörkuð. Vísir/Pjetur Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“. Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“.
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira