Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 10:42 Meint frelsissvipting átti sér stað í Hlíðunum í Reykjavík. Vísir/GVA Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06