Íslandsmeistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á sannfærandi sigri | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 20:57 Kristen Denise McCarthy skoraði 40 stig í kvöld. Vísir/Stefán Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira