Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2015 21:57 Illugi Gunnarsson segir upplýsingar í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. Vísir/GVA „Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira