Vilja ekki að Landsnet fái framkvæmdaleyfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2015 17:14 vísir/vilhelm Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að reisa bráðabirgðaloftlínu frá tengivirkinu við Hamranes. Meðalhæð þeirra mastra sem á að reisa er áætluð 13,5 metrar. „Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig krafist að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jörð sem og Suðurnesjalínur, bæði sú sem er til staðar og sú sem áætluð er að verði lögð. Þá vilja íbúarnir einnig að Hamraneslína 1 og 2 verði lögð í jörð frá Ásfjalli. „Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til ályktunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember á síðasta ári þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar. Undirskriftalistann má finna hér. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að reisa bráðabirgðaloftlínu frá tengivirkinu við Hamranes. Meðalhæð þeirra mastra sem á að reisa er áætluð 13,5 metrar. „Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig krafist að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jörð sem og Suðurnesjalínur, bæði sú sem er til staðar og sú sem áætluð er að verði lögð. Þá vilja íbúarnir einnig að Hamraneslína 1 og 2 verði lögð í jörð frá Ásfjalli. „Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til ályktunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember á síðasta ári þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar. Undirskriftalistann má finna hér.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01
Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23
Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24