Vopnuð brjóst Hildur Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2015 12:26 Fjórtán ára gömul hóf ég skammvinnan fyrirsætuferil. Ég var þátttakandi í alþjóðlegri tískuviku hérlendis og arkaði um tískupallana í fjölbreyttum múnderingum ólíkra hönnuða. Allt var þetta framandi og spennandi fyrir kornunga stúlku og fremur óframfærna. Baksviðs var mikill hasar og snör handtök réðu ríkjum við fataskipti milli sýninga. Ber og berskjölduð stóð ég baksviðs við fataskipti þegar einn hönnuðanna ákvað að strípa mig enn frekar klæðum. Innan undir gegnsærri blússu skyldi ég klæðast engu. Ég skyldi vera berbrjósta. Ég tók ákvörðuninni þegjandi og hljóðalaust. Fjórtán ára og óframfærin taldi ég mig lítið neitunarvald hafa. Ég beit á jaxlinn, arkaði inn sýningarpallinn og taldi niður sekúndurnar þar til allt yrði yfirstaðið. Þar til allt yrði gleymt. Dagana eftir tískuvikuna fjölluðu innlendir sem erlendir miðlar um viðburðinn. Víða birtust myndir af tískupöllunum og var hönnuðum gert mishátt undir höfði. Það sem helst er þó minnisstætt er hve oft tiltekin stúlka í tilteknum klæðum birtist á síðum ólíkra miðla. Stundum uppstækkuð og í aðalhlutverki. Berbrjósta og fjórtán ára. Óframfærna ég. Ég mun aldrei gleyma skömminni sem fylgdi í kjölfarið. Athugasemdunum og háðinu. Tárunum. Vanmáttarkennd fylgdi vitneskju um alla þá sem höfðu séð mig bera. Fjórtán ára, afhjúpuð og afvopnuð. En tíminn leið og myndirnar gleymdust. Internetið var ekki það svarthol sem við þekkjum í dag og samfélagsmiðlar ekki hluti þessa heims. Úrklippurnar fóru úr dreifingu og nýr fréttamatur rataði á matseðilinn. Brjóstabyltingin #freethenipple fór vart framhjá vökulum augum í vikunni sem leið. Ung kona varð fyrir aðkasti vegna myndbirtingar af eigin brjóstum og kynsystur hennar sýndu samstöðu. Í kjölfarið bættust fleiri í hópinn. Ástæðunum fjölgaði og byltingin styrktist. Fórnarlömb hefndarkláms tóku völdin í sínar hendur, konur afneituðu vanlíðan vegna stærðar og lögunar, mæður ítrekuðu grunnhlutverk brjóstanna og enn aðrar sýndu brjóst sín í ókyngerðu samhengi - og allar skiluðu þær skömminni til föðurhúsanna. Einhverjum þótti byltingin full víðfeðm og þar með merkingarlaus. Mér fannst margvísleikinn undirstrika mikilvægið - alla þá fjölbreyttu, manngerðu og tilgangslausu skömm sem konur bera í brjósti, vegna brjósta af brjóstumkennanlegum ástæðum. Nútíma kvennabarátta á sér anga víða. Svo víða að stundum reynist snúið að ná samfellu og samhengi. Stundum verða árekstrar og stundum þarf að staldra við - því stundum étur byltingin börnin sín. Brjóstabyltingin ögraði viðteknum viðhorfum og hrærði í gömlum venjum. Breytingar taka tíma og fólk þarf rými til umhugsunar. Það er óábyrgt að velta ekki vöngum yfir stúlkum á mótunarárum sem vegna þrýstings beruðu sig á stafrænum miðlum. Það er óábyrgt að útiloka það óréttmæta mótlæti sem fylgt getur í kjölfarið. Berbrjósta samþykka táningsstúlkan á tískupallinum vissi vel að brjóst væru bara brjóst. Það breytti litlu um viðhorf annarra og það breytti litlu um skömmina. Það er ekki allra að leiða byltingu. Brjóstabyltingin var falleg og kraftmikil samstöðuherferð hugrakkra kvenna. Hún snérist ekki um vilja okkar allra til að vera berbrjósta alls staðar alltaf. Hún snérist um sjálfsákvörðunarrétt og samstöðu. Hún snérist um vald til að setja mörk - og skyldu annarra til að virða þau óhikað. Hún snérist um óskilyrtan skilarétt á óréttmætri skömm. Um valdeflingu. Hún snérist um smekklegar myndir af stúlku á mótunarárum - fjórtán ára mér - sem aldrei áttu að vera klámvæddar. Hún snérist um daginn þegar kvenlíkaminn krafðist jafnréttis. Daginn þegar hefndarklám var gengisfellt. Daginn þegar fjölmörg brjóst náðu vopnum sínum aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Hildur Björnsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjórtán ára gömul hóf ég skammvinnan fyrirsætuferil. Ég var þátttakandi í alþjóðlegri tískuviku hérlendis og arkaði um tískupallana í fjölbreyttum múnderingum ólíkra hönnuða. Allt var þetta framandi og spennandi fyrir kornunga stúlku og fremur óframfærna. Baksviðs var mikill hasar og snör handtök réðu ríkjum við fataskipti milli sýninga. Ber og berskjölduð stóð ég baksviðs við fataskipti þegar einn hönnuðanna ákvað að strípa mig enn frekar klæðum. Innan undir gegnsærri blússu skyldi ég klæðast engu. Ég skyldi vera berbrjósta. Ég tók ákvörðuninni þegjandi og hljóðalaust. Fjórtán ára og óframfærin taldi ég mig lítið neitunarvald hafa. Ég beit á jaxlinn, arkaði inn sýningarpallinn og taldi niður sekúndurnar þar til allt yrði yfirstaðið. Þar til allt yrði gleymt. Dagana eftir tískuvikuna fjölluðu innlendir sem erlendir miðlar um viðburðinn. Víða birtust myndir af tískupöllunum og var hönnuðum gert mishátt undir höfði. Það sem helst er þó minnisstætt er hve oft tiltekin stúlka í tilteknum klæðum birtist á síðum ólíkra miðla. Stundum uppstækkuð og í aðalhlutverki. Berbrjósta og fjórtán ára. Óframfærna ég. Ég mun aldrei gleyma skömminni sem fylgdi í kjölfarið. Athugasemdunum og háðinu. Tárunum. Vanmáttarkennd fylgdi vitneskju um alla þá sem höfðu séð mig bera. Fjórtán ára, afhjúpuð og afvopnuð. En tíminn leið og myndirnar gleymdust. Internetið var ekki það svarthol sem við þekkjum í dag og samfélagsmiðlar ekki hluti þessa heims. Úrklippurnar fóru úr dreifingu og nýr fréttamatur rataði á matseðilinn. Brjóstabyltingin #freethenipple fór vart framhjá vökulum augum í vikunni sem leið. Ung kona varð fyrir aðkasti vegna myndbirtingar af eigin brjóstum og kynsystur hennar sýndu samstöðu. Í kjölfarið bættust fleiri í hópinn. Ástæðunum fjölgaði og byltingin styrktist. Fórnarlömb hefndarkláms tóku völdin í sínar hendur, konur afneituðu vanlíðan vegna stærðar og lögunar, mæður ítrekuðu grunnhlutverk brjóstanna og enn aðrar sýndu brjóst sín í ókyngerðu samhengi - og allar skiluðu þær skömminni til föðurhúsanna. Einhverjum þótti byltingin full víðfeðm og þar með merkingarlaus. Mér fannst margvísleikinn undirstrika mikilvægið - alla þá fjölbreyttu, manngerðu og tilgangslausu skömm sem konur bera í brjósti, vegna brjósta af brjóstumkennanlegum ástæðum. Nútíma kvennabarátta á sér anga víða. Svo víða að stundum reynist snúið að ná samfellu og samhengi. Stundum verða árekstrar og stundum þarf að staldra við - því stundum étur byltingin börnin sín. Brjóstabyltingin ögraði viðteknum viðhorfum og hrærði í gömlum venjum. Breytingar taka tíma og fólk þarf rými til umhugsunar. Það er óábyrgt að velta ekki vöngum yfir stúlkum á mótunarárum sem vegna þrýstings beruðu sig á stafrænum miðlum. Það er óábyrgt að útiloka það óréttmæta mótlæti sem fylgt getur í kjölfarið. Berbrjósta samþykka táningsstúlkan á tískupallinum vissi vel að brjóst væru bara brjóst. Það breytti litlu um viðhorf annarra og það breytti litlu um skömmina. Það er ekki allra að leiða byltingu. Brjóstabyltingin var falleg og kraftmikil samstöðuherferð hugrakkra kvenna. Hún snérist ekki um vilja okkar allra til að vera berbrjósta alls staðar alltaf. Hún snérist um sjálfsákvörðunarrétt og samstöðu. Hún snérist um vald til að setja mörk - og skyldu annarra til að virða þau óhikað. Hún snérist um óskilyrtan skilarétt á óréttmætri skömm. Um valdeflingu. Hún snérist um smekklegar myndir af stúlku á mótunarárum - fjórtán ára mér - sem aldrei áttu að vera klámvæddar. Hún snérist um daginn þegar kvenlíkaminn krafðist jafnréttis. Daginn þegar hefndarklám var gengisfellt. Daginn þegar fjölmörg brjóst náðu vopnum sínum aftur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar