Stjarnan svarar kæru Njarðvíkur: Getur ekki verið skýrara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 15:00 Sara Diljá fyrir miðju. vísir/valli Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira