Bónorð Ingu til Helga: „Vissi ekki hvernig hann tæki í svona bónorð“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 13:36 Inga og Helgi skömmu eftir að sá síðarnefndi sagði já. mynd/úr myndbandinu „Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina. Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
„Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina.
Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01