Bjarni segir að stöðugleikaskattur höggvi á hnútinn hjá slitabúum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:02 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira