Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 18:48 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári en Illugi segir kaupsamninginn hafa verið gerðan í lok maí árið 2013. Vísir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist hafa selt íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Vísir greindi frá því um helgina að kaupin hafi samkvæmt fasteignaskrá átt sér stað í júlí á síðasta ári en að afhending eignarinnar hafi átt sér stað tæpum sjö mánuðum fyrr.Kaupsamningnum ekki þinglýst „Dagsetning kaupsamnings er 30. maí 2013 og afhending í lok árs 2013,“ segir í skriflegu svari Illuga við fyrirspurn fréttastofu. Kaupsamningnum var ekki þinglýst samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu en afsal eignarinnar var þinglýst í júlí á síðasta ári, tæpu ári eftir kaupin.Sjá einnig: Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Það eru einu opinberu gögnin sem liggja fyrir um viðskiptin auk upplýsinga úr ársreikningi félagsins sem keypti eignina. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Félagið var áður í eigu Illuga en í ársreikningi vegna 2013 kemur fram að Haukur eigi 100 prósent hlutafjár í félaginu.Tók yfir tryggingarbréf Á Facebook-síðu sinni í dag sagði Illugi að íbúðin hefði verið seld fyrir 53,5 milljónir króna. Samkvæmt afsali eignarinnar tók félag Hauks hins vegar yfir 55 milljóna króna skuldir með eigninni. Aðspurður um mismuninn á þessum upphæðum segir Illugi í svarinu: „Á söludegi eignarinnar voru tvö skuldabréf áhvílandi samtals að fjárhæð 34,5 milljón auk þess var tryggingarbréf áhvílandi á 3ja veðrétti sem endurspelgar ekki stöðu undirliggjandi skuldar á söludegi.“Haukur ekki innlendur aðili Fréttastofa óskaði einnig eftir skýringum á ummælum Illuga á Alþingi 13. apríl síðastliðinn þar sem hann sagði að engir íslenskir aðilar ættu í Orku Energy. „Ég sagði það hér áðan, það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila,“ sagði ráðherrann í þinginu. Fyrir liggur hins vegar að Haukur Harðarson eigi í fyrirtækinu. Aðspurður um þetta atriði segir Illugi að Haukur búi og starfi erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er Haukur skráður í Víetnam. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist hafa selt íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Vísir greindi frá því um helgina að kaupin hafi samkvæmt fasteignaskrá átt sér stað í júlí á síðasta ári en að afhending eignarinnar hafi átt sér stað tæpum sjö mánuðum fyrr.Kaupsamningnum ekki þinglýst „Dagsetning kaupsamnings er 30. maí 2013 og afhending í lok árs 2013,“ segir í skriflegu svari Illuga við fyrirspurn fréttastofu. Kaupsamningnum var ekki þinglýst samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu en afsal eignarinnar var þinglýst í júlí á síðasta ári, tæpu ári eftir kaupin.Sjá einnig: Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Það eru einu opinberu gögnin sem liggja fyrir um viðskiptin auk upplýsinga úr ársreikningi félagsins sem keypti eignina. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Félagið var áður í eigu Illuga en í ársreikningi vegna 2013 kemur fram að Haukur eigi 100 prósent hlutafjár í félaginu.Tók yfir tryggingarbréf Á Facebook-síðu sinni í dag sagði Illugi að íbúðin hefði verið seld fyrir 53,5 milljónir króna. Samkvæmt afsali eignarinnar tók félag Hauks hins vegar yfir 55 milljóna króna skuldir með eigninni. Aðspurður um mismuninn á þessum upphæðum segir Illugi í svarinu: „Á söludegi eignarinnar voru tvö skuldabréf áhvílandi samtals að fjárhæð 34,5 milljón auk þess var tryggingarbréf áhvílandi á 3ja veðrétti sem endurspelgar ekki stöðu undirliggjandi skuldar á söludegi.“Haukur ekki innlendur aðili Fréttastofa óskaði einnig eftir skýringum á ummælum Illuga á Alþingi 13. apríl síðastliðinn þar sem hann sagði að engir íslenskir aðilar ættu í Orku Energy. „Ég sagði það hér áðan, það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila,“ sagði ráðherrann í þinginu. Fyrir liggur hins vegar að Haukur Harðarson eigi í fyrirtækinu. Aðspurður um þetta atriði segir Illugi að Haukur búi og starfi erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er Haukur skráður í Víetnam.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00