Volcker vill umbylta fjármálaeftirliti ingvar haraldsson skrifar 20. apríl 2015 16:45 Paul Volcker, hinn 87 ára gamli fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill breyta eftirliti með fjármálastofnunum. vísir/afp Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira