Deilt um eftirmál lekamálsins á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 19:30 Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson. Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson.
Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira