Launahækkunin mun fara í gegn en kerfið endurskoðað í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 12:07 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að launahækkun æðstu ráðamanna muni ganga í gegn um næstu mánaðamót. Hún kveðst skilja gremju fólks vegna mikilla launahækkana en vill frekar ráðast í gagngera endurskoðun á kerfinu, frekar en að leita í tímabundna lausn rétt fyrir lok þings. Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira