Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 22:02 Víðast hvar má sjá tómar hillur og samskonar skilti í fríhafnarverslun komufarþega. Vísir Tómar hillur blasa við komufarþegum Leifsstöðvar og virðist frasinn „I'm on my way“ eða „Ég er á leiðinni“ standa á öðru hverju skilti. Framkvæmdastjórinn segir að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd. Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira