Jöfnuð, frelsi og réttlæti til frambúðar! Sema Erla Serdar skrifar 5. maí 2015 14:54 Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar