FH: Íslenskt og uppalið, já takk Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 11:00 Kristján Flóki Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, en hann er uppalinn hjá FH. vísir/valli FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30
Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56