FH: Íslenskt og uppalið, já takk Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 11:00 Kristján Flóki Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, en hann er uppalinn hjá FH. vísir/valli FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30
Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti