
Nota verkfall sem vopn
Persónulega finnst mér mjög erfitt að taka þátt í þessari kosningu. Ég vil að sjálfsögðu ekki að starfsemi spítalans skerðist enn meira þar sem ég veit að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hana, en ég verð að taka afstöðu. Það er enn verkfall í gangi innan veggja Landspítalans og hefur verið síðan 7. apríl síðastliðinn, verkfallið er búið að hafa mikil áhrif þrátt fyrir litla umfjöllun í fjölmiðlum að mínu mati.
Slæm áhrif á spítalann
Sem dæmi má nefna þá eru geislafræðingar í verkfalli og þar með er takmörkun á öllum myndrannsóknum, í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatækið bilaði. Landspítalinn má ekki eiga varahluti þar sem það er talið of kostnaðarsamt. Það tók fjóra daga að fá varahlutinn sendan að utan og þar með var enn meiri skerðing á þessari þjónustu. Á þessum tíma þurfti að flytja alla þá sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut í sjúkrabíl til þess að komast í rannsóknina.
Lífeindafræðingar eru einnig í verkfalli og þess vegna þarf að forgagngsraða hver fær að fara í blóðrannsókn og hver ekki. Þetta er einföld rannsókn í framkvæmd og á að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenning. En svo má ekki gleyma einu, við heilbrigðisstarfsmenn gerum einnig mistök og það er ekki spurning hvort við gerum þau heldur hversu veigamikil þau verða. Rannsóknir sýna að fleiri lyfjamistök verða við meira álag (Tang o.fl., 2007) og einnig fleiri stunguóhöpp (Patrician o.fl., 2011).
Vilja ekki meta störf hjúkrunarfræðinga
Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög sérstakt að yfirvöld vilja ekki meta störf okkar. Ég hef fengið endalaust þakklæti frá sjúklingum, aðstandendum og öðru starfsfólki og í raun líður mér mjög vel í vinnunni. Ég veit að mitt framlag og allra annarra starfsmanna spítalans skiptir mjög miklu máli í samfélaginu okkar.
Þegar ég útskrifaðist sá ég mig ekki nota verkfall sem vopn til að fá mínu framgegnt. En til þess að leggja áherslu á ákvörðun mína og setja þetta í samhengi þá hef ég unnið á Landspítalanum í tæp sjö ár. Grunnlaunin mín í dag eru 334.865 kr. og ég hef aldrei fengið launahækkun vegna verðleika minna, heldur aðeins vegna námskeiða sem ég hef tekið eða vegna hækkandi aldurs. Það eru aðeins 20.000 kr. frá útskrift sem var fyrir tveimur árum síðan. Beiðni minni um launahækkun eftir að ég var búin með 32 einingar í meistaranámi var hafnað, á þeim grundvelli að ég gæti ekki sannað að námið nýtist mér í starfi hjúkrunar þrátt fyrir góðan rökstuðning, en námið er ekki innan hjúkrunarfræðideildarinnar.
Nú er verið að leggja fram kröfur um að grunnlaun á landinu ættu að vera 300.000 kr. sem er aðeins 15 þúsund krónum minna en ég fékk við útskrift. En til hvers þá að mennta sig, eyða fjórum árum í nám og þurfa að taka námslán ef ég fæ sömu laun fyrir erfiðið og ófaglærðir.
Ég mun taka þátt í þessari kosningu og ég mun kjósa það að fara í verkfall, ég vona að aðrir hjúkrunarfræðingar geri það sama og að almenningur fyrirgefi mér fyrir að taka þessa ákvörðun og standi með mér og öðrum hjúkrunarfræðingum í okkar kjarabaráttu.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Heimildir:
Patrician P.A., Pryor E., Fridman M. og Loan L. (2011). Needlestick injuries among nursing staff: Association with shift-level staffing. American Journal of Infection Control. 39(6), 477-482.
Tang F.I., Sheu J.S., Yu S., Wei .IL. og Chen C.H. (2007). Nurses relate the contributing factors involved in medication errors. Journal of Clinical Nursing 16, 447-457.
Skoðun

Afstaða háskólans
Björn Þorsteinsson skrifar

Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn
Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar

Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað
Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar

Eigandinn smánaður
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir
Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar

Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda?
Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar

Halla hlustar
Benedikt Ragnarsson skrifar

Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands
Hrannar Baldursson skrifar

Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi
Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar

Flosa sem formann
Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar