Staðan flókin og viðkvæm segir formaður VR Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári. Verkfall 2016 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira