Frumvarp að ólögum Ólafur Valsson skrifar 13. maí 2015 18:56 Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun