Innlent

Forstjóri Landspítalans telur ekki þurfa lög á verkföll

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Hjúkrunarfræðingar eru ákveðnir í að sækja launahækkanir þótt það kosti verkfallsátök en þeir standa talsvert að baki öðrum háskólamönnum, að mati formannsins. 2.100 félagsmenn eru í félaginu og starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins.

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mjög afgerandi niðurstöður úr verkfallskosningunni. Fjórtán prósenta launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum háskólastéttum sé ekki viðunandi og hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir í hörð átök til að leiðrétta hann.

Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans, óttast verkfall hjúkrunarfræðinga og segir að það verði að afstýra því. Hún segir að rétt svo sé hægt að halda uppi bráðastarfsemi eins og ástandið sé núna. Það bíði allt sem geti beðið eins og er.

Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, biðlar til samninganefndanna að finna lausn í deilunni. Hann segir að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í spítalanum og það sé mjög alvarlegt að þeir fari í verkfall ásamt öðrum sem eru í verkfalli. Hann telur þó að ekki eigi að þurfa að koma til þess að sett verði lög á verkföllin ef allar stéttir séu sammála um að láta sjúklinga njóta vafans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×