Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. maí 2015 14:44 Slökkviliðið á vettvangi fyrr í dag. Vísir/Pjetur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004. Fréttir af flugi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004.
Fréttir af flugi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira