Handbolti

Stelpurnar töpuðu fyrri leiknum gegn Póllandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rut Jónsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í varnarleiknum í dag.
Rut Jónsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í varnarleiknum í dag. mynd/pólska handboltasambandið
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði vináttuleik gegn Póllandi, 31-26, ytra í dag.

Ísland náði 9-5 forystu í byrjun leiks en pólska liðið var sterkara þegar á leið og innbyrti góðan sigur.

Spilað var í þremur leikhlutum í dag. Í staðinn fyrir að spila 2x30 mínútur var spilað fyrst 25 mínútur, svo 20 mínútur og svo aðrar 20. Þjálfararnir sættust á þetta fyrir leik.

Leikið var fyrir luktum dyrum í dag en á morgun er búist við fjölda manns á völlinn þegar liðin mætast aftur.

Þetta var fyrri leikurinn af tveimur, en sá síðari verður spilaður á morgun. Leikirnir eru undirbúningur fyrir umspilsleikina gegn Svartfjallalandi um laust sæti á HM í Danmörku.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur, fór á kostum fyrir Ísland og skoraði níu mörk. Línumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir skoraið sex mörk og Rut Jónsdóttir þrjú mörk.

Mörk Íslands: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Arna Sif Pálsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×