Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 19:40 Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni. Alþingi Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni.
Alþingi Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira