Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 14:38 Korpuskóli hefur verið nýttur sem önnur aðstaða fyrir til dæmis nemendur Fossvogsskóla þegar í ljós kom að mygla væri í þeim síðarnefnda. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni. Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni.
Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira