„Það kemur að því að við lendum í veseni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2025 09:02 Íslenskir stuðningsmenn eru alla jafna til mikillar fyrirmyndar á erlendri grundu. En það er ekki sjálfgefið að svo sé alltaf að sögn Silvíu. Vísir/Ríkislögreglustjóri Auknum árangri íslenskra fótboltaliða fylgir aukin ábyrgð og nýjar áskoranir sem klúbbarnir hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af ennþá. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Samstarfsaðilum erlendis þyki gaman að taka á móti íslenskum aðdáendum sem séu þekktir fyrir mikla gleði. Nú sé hins vegar kominn sá tími að öryggismál þurfi að taka fastari tökum og af meiri alvöru en verið hefur í gegnum tíðina hér á landi. Töluverð umræða skapaðist um öryggismál í tengslum við hegðun áhorfenda á íþróttaleikjum í kjölfar uppákomu eftir leik Víkings Bröndby í ágúst þegar skemmdarverk voru unnin og slagsmál brutust út eftir 3-0 sigur Víkinga gegn danska liðinu. „Þetta er svo nýtt. Við erum alltaf að verða betri. Eins og þegar karlalandsliðið okkar fór að geta eitthvað 2014. Áður vorum við bara með lítið landslið, við vorum ekki með öryggisfulltrúa og það voru bara örfáir með marga hatta innan landsliðanna. Svo breyttist það, svo fórum við að geta eitthvað og við urðum alltaf stærri. Og þegar þú ert orðinn stærri þá fylgja bara meiri kvaðir,“ segir Silvía Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hún er landstengiliður Íslands í lögreglusamvinnu vegna fótboltaleikja, NFIP (e. National Football Information Point). Silvía var stödd í Búdapest í Ungverjalandi, nýkomin af ráðstefnu UEFA ráðstefnu um öryggismál á fótboltaleikjum þegar fréttastofa náði af henni tali, en ráðstefnuna sóttu fjölmargir fulltrúar aðildarríkja, knattspyrnusamtaka og lögreglu til að stilla saman strengi.Ríkislögreglustjóri Peningarnir geti ekki bara farið í leikmannakaup Þetta kalli á meiri og sérhæfðari mannskap og auknar öryggisráðstafanir. Það eigi ekki aðeins við um landsliðin heldur einnig minni félög sem allt í einu eru farin að ná meiri árangri. „Þau eru farin að verða betri og betri og eru að fara lengra í keppnunum og það gleymist að því fylgir bara ábyrgð. Klúbbarnir fá alltaf meiri og meiri pening eftir því sem þú kemst lengra. Þeir peningar eiga ekki bara að fara í að kaupa leikmenn. Því fylgir ábyrgð að völlurinn sé í lagi, að vera með öryggisfulltrúa og að áhorfendur geti skemmt sér og fundist þeir vera öryggir án þess að eitthvað komi fyrir,“ segir Silvía. „Það vantar svolítið í umræðuna, því þetta kemur þeim oft á óvart. Því lengra sem þú kemst og því stærri sem þú verður því meiri ábyrgð þarftu að bera. Ábyrgðin er auðvitað alltaf, en það fylgja því meiri kvaðir.“ Mikill undirbúningur á bakvið tjöldin Gríðarlega mikil vinna og samstarf fer fram á bakvið tjöldinn á milli alþjóðadeildar lögreglu, lögregluliða í þeim löndum og borgum þar sem leikir fara fram, íþróttaliða og öryggisfulltrúa þeirra sem og knattspyrnusamtaka þar sem upplýsingum er deilt og skipulag sett upp í þeim tilgangi að tryggja öryggi hvað best. Þrátt fyrir þetta getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis að sögn Silvíu og vert sé að læra af því. Ekki sé langt síðan íslensk lið, bæði landslið og litlir klúbbar fóru að taka meira pláss á stóra sviðinu og því nokkuð eðlilegt að það taki tíma að læra inn á nýjan veruleika. „Við erum í rosa góðum samskiptum við KSÍ og lögregluliðin heima sem og liðin, félagsliðin. Þetta er svo nýtt fyrir þeim oft, þó að einn og einn klúbbur sé búinn að vera lengi í þessu,“ segir Silvía. Í gegnum aðild að EES hefur Ísland skrifað undir og tekið upp samninga Evrópusambandsins er varða lögreglusamvinnu, meðal annars í tengslum við fótboltaleiki. Þetta felur í sér ákveðnar skyldur sem útlistaðar eru nánar í flettiglugganum hér að neðan. Hlutverk og skyldur Upplýsingaöflun lögreglu: Að í hverju landi eigi að vera til yfirlit yfir félagslið og landslið og stuðningsmenn þeirra. Atburðatengdur undirbúningur lögreglu. Samvinna lögregluliða á meðan á atburði stendur: Fyrir leik, á meðan á leik stendur og eftir leik. Samvinna lögreglu og viðburðarstjórnar. Samvinna lögreglu, dómstóla og saksóknara. Samvinna lögreglu og stuðningsmanna. Samskipti og samvinna við fjölmiðla. Fundur sérfræðinga: Á hverju ári eiga að hittast allir hagsmunaaðilar sem koma að málaflokknum. „Lætin hafa yfirleitt verið í gegnum fótboltann,“ segir Silvía, en þótt samningarnir séu smíðaðir út frá öryggismálum um knattspyrnuleiki má nýta sömu boðleiðir í tengslum við aðrar íþróttakeppnir ef þurfa þykir. Upplýsingaöflunin felst einkum í því að hafa sem bestar upplýsingar um viðkomandi lið og stuðningsmenn þeirra til að auðvelda lögregluyfirvöldum á hverjum stað að undirbúa öryggisgæslu fyrir leiki, hvort sem það eru landsleikir eða til dæmis félagsliðaleikir í Evrópu. „Þegar þú horfir í gæsluna og út frá lögregluliðunum þá er verið að spá í hvar áhorfendurnir geta hist á öruggum stað, hvaða leið þeir þurfa að ganga, er einhvers staðar möguleiki að þeir rekist á hina stuðningsmennina á leiðinni, það má ekki krossast og svo framvegis,“ útskýrir Silvía. Óeinkennisklæddir lögreglumenn með í för Alla jafna er gert ráð fyrir að ef tvö hundruð eða fleiri stuðningsmenn gestaliðsins séu væntanlegir séu alltaf lögreglumenn með í för frá landi gestaliðsins. Þeir hafi ekki sömu valdheimildir og lögreglan í mótttökulandinu en vinni með lögreglunni í landinu þar sem leikurinn fer fram. „Þetta sparar oft mikla vinnu og sparar það að stuðningsmennirnir lendi í veseni. Við getum oft stoppað lætin áður en þau fara af stað, en það gerist ekkert alltaf,“ segir Silvía. Íslenskir lögreglumenn sem fylgja liðunum og áhorfendum þeirra þegar svo ber undir séu í góðum tengslum, bæði við stuðningsmennina og lögregluna í móttökulandinu. „Það kallast spotterar. Þá eru þeir óeinkennisklæddir og eru bara innan um stuðningsmennina og stuðningsmennirnir þekkja þá og geta komið til þeirra ef það er eitthvað vesen,“ útskýrir Silvía sem nefnir sem dæmi að fimm íslenskir lögreglumenn hafi til dæmis verið með í för þegar karlalandsliðið keppti á mótum í Rússlandi og í Frakklandi. Aron Einar fagnar með bróður sínum, Arnóri Þór, og fjölskyldu eftir sigurinn frækna á Austurríki á EM 2016.Vísir/Getty Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld en sá leikur er metinn lágáhættuleikur. Von er á innan við hundrað áhorfendum með gestaliðinu sem að mestu eru svokallaðir VIP-aðdáendur, hópur sem samanstendur að miklu leyti af fjölskyldu, vinum og vandamönnum leikmanna liðsins. Íslenska karlalandsliðið mætir síðan Frakklandi í París í næstu viku en þá á eftir að koma í ljós hvort íslenskir lögreglumenn fara með, það kemur í ljós þegar fyrir liggur hve margir íslenskir aðdáendur ætla að leggja leið sína til Frakklands. Ekki sjálfgefið Íslendingar verði alltaf til fyrirmyndar Hún segir sérstaklega ánægjulegt í sinni vinnu hvað íslenskir stuðningsmenn eru almennt vel liðnir þegar þeir fylgja sínum liðum þegar þau keppa á erlendri grundu, hvort sem það eru landsliðin eða minni félagslið. „Það eru allir rosalega ánægðir að fá íslenska aðdáendur af því það fylgir þeim svo mikil gleði. Það er aldrei vesen, það skiptir engu máli við hvaða land eða þjóð við erum að keppa, það er alltaf gleði hjá okkur og við erum alveg þekkt fyrir það. Þannig það finnst öllum gaman að taka á móti íslenskum áhorfendum,“ segir Silvía. Íslenskum stuðningsmönnum fylgir oftast mikil gleði, þvert á íþróttagreinar. Þessar voru hressar á leik Íslands og Belgíu í körfubolta.Vísir/Hulda Margrét Þetta sé alls ekki sjálfgefið en í sumum löndum eru í gildi viðurlög fyrir stuðningsmenn sem hegða sér illa. Og ekki að ástæðulausu. „Það eru lið sem setja menn í farbann, bann á útileiki, bann á heimaleiki. Það er eitthvað sem að okkur vantar og sem liðin eiga eftir að taka upp á. Hverjar eru afleiðingarnar? Það er næsti partur sem liðin þurfa að huga að. Það kemur að því að við lendum í veseni með áhorfendur bara eins og allir.“ Taka vegabréfin af óþekkum stuðningsmönnum Í öðrum löndum, til að mynda í Bretlandi hafi þessi mál verið tekin sérstaklega föstum tökum. Danir séu einnig nokkuð á undan Íslendingum hvað þetta varðar horfi einnig til þess að fara svipaða leið. „Bretinn hann tekur vegabréfin af stuðningsmönnum. Það er í lögum hjá þeim. Ef þú ert settur í bann, þá þarftu að mæta á lögreglustöðina og leggja inn vegabréfið þitt daginn fyrir útileik, og svo færðu vegabréfið þegar leikurinn er búinn daginn eftir.“ Sjá einnig: Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Þetta séu Danir að reyna að fá í gegn hjá sér líka en Ísland er ekki komið á þann stað. „Af því að við eigum bara svo frábæra áhorfendur. Það má ekki gleyma því, þeir eru dásamlegir upp til hópa,“ segir Silvía. Menningarmunur við áhættumat Áhangendur hvers liðs eru áhættumetnir fyrir hvern leik og lítil áhætta fylgir alla jafna íslenskum stuðningsmönnum. En það getur haft misjafna þýðingu á milli landa hvað telst til mikillar eða lítillar áhættu. „Það er kannski menning í einu landi sem er álitin agressív í öðru, þannig að þessar upplýsingar skipta svo miklu máli. Þetta er kannski bara menningin hjá stuðningsmönnum í einu landi að hafa gaman og vera með læti, en það getur verið álitin ögrun í öðru landi.“ Foreldrar og fjórði flokkur dugi ekki í gæslu Á þessu tímabili hafa nokkur íslensk lið tekið þátt í umspili eða tryggt sér keppnisrétt á mótum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Kvenna- og karlalið Vals og Breiðabliks auk karlaliða KA og Víkings. Fyrir liggur einnig að á næsta tímabili mun karlalið Vestra meðal annars spila Evrópuleiki í fyrsta sinn eftir að þeir tryggðu sér frækinn sigur í bikarúrslitum. Sjá einnig: Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni „Litlu klúbbarnir hafa margir kannski aldrei áður staðið í þessu og eru kannski ekki heldur með bolmagn, eru ekki með reynslu í klúbbnum til að vita þetta allt. Þeir eru bara svo litlir,“ segir Silvía. Slagsmál brutust út þegar tapsárir stuðningsmenn Bröndby réðust skyndilega að stuðningsmönnum Víkinga eftir leik liðanna í sumar.skjáskot Nú sé skylda að allir klúbbarnir séu með öryggisfulltrúa og KSÍ hélt nýverið námskeið fyrir öryggisfullrúa liðanna. „Þeir eiga að sjá um í rauninni að leikirnir geti farið fram og áhættumeta hvern leik fyrir sig. Þeir eiga að sjá um að áhættumeta leikina á sínum eigin velli,“ segir Silvía. „Í leikjunum sem munu verða í framtíðinni þá er það ekkert í boði að hafa fjórða flokk í gæslu eða foreldrana. Þau kunna þetta ekki, þekkja þetta ekki og vita ekki hvernig á að bregðast við,“ segir Silvía. Sama gildi um Manchester og Breiðablik Þótt lögregla og UEFA áhættumeti alla leiki einnig þurfi félagsliðin einnig að framkvæma eigið áhættumat og gera viðeigandi ráðstafanir. „Það eru reglur hjá liðunum um að aðgreina hvar liðin eiga að sitja, hve langt á að vera á milli, þannig ábyrgðin er líka á klúbbnum að sjá til þess að það sé öryggi fyrir alla. Það gleymist svolítið. Þó svo að UEFA áhættugreini og við komum með eins mikið af upplýsingum og hægt er og komum þeim til skila, þá er ábyrgðin líka svolítið á klúbbana, hvort sem það er Breiðablik eða Manchester,“ segir Silvía sem dæmi. Stuðningsmenn Breiðabliks.Vísir/Diego Fótbolti Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Töluverð umræða skapaðist um öryggismál í tengslum við hegðun áhorfenda á íþróttaleikjum í kjölfar uppákomu eftir leik Víkings Bröndby í ágúst þegar skemmdarverk voru unnin og slagsmál brutust út eftir 3-0 sigur Víkinga gegn danska liðinu. „Þetta er svo nýtt. Við erum alltaf að verða betri. Eins og þegar karlalandsliðið okkar fór að geta eitthvað 2014. Áður vorum við bara með lítið landslið, við vorum ekki með öryggisfulltrúa og það voru bara örfáir með marga hatta innan landsliðanna. Svo breyttist það, svo fórum við að geta eitthvað og við urðum alltaf stærri. Og þegar þú ert orðinn stærri þá fylgja bara meiri kvaðir,“ segir Silvía Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hún er landstengiliður Íslands í lögreglusamvinnu vegna fótboltaleikja, NFIP (e. National Football Information Point). Silvía var stödd í Búdapest í Ungverjalandi, nýkomin af ráðstefnu UEFA ráðstefnu um öryggismál á fótboltaleikjum þegar fréttastofa náði af henni tali, en ráðstefnuna sóttu fjölmargir fulltrúar aðildarríkja, knattspyrnusamtaka og lögreglu til að stilla saman strengi.Ríkislögreglustjóri Peningarnir geti ekki bara farið í leikmannakaup Þetta kalli á meiri og sérhæfðari mannskap og auknar öryggisráðstafanir. Það eigi ekki aðeins við um landsliðin heldur einnig minni félög sem allt í einu eru farin að ná meiri árangri. „Þau eru farin að verða betri og betri og eru að fara lengra í keppnunum og það gleymist að því fylgir bara ábyrgð. Klúbbarnir fá alltaf meiri og meiri pening eftir því sem þú kemst lengra. Þeir peningar eiga ekki bara að fara í að kaupa leikmenn. Því fylgir ábyrgð að völlurinn sé í lagi, að vera með öryggisfulltrúa og að áhorfendur geti skemmt sér og fundist þeir vera öryggir án þess að eitthvað komi fyrir,“ segir Silvía. „Það vantar svolítið í umræðuna, því þetta kemur þeim oft á óvart. Því lengra sem þú kemst og því stærri sem þú verður því meiri ábyrgð þarftu að bera. Ábyrgðin er auðvitað alltaf, en það fylgja því meiri kvaðir.“ Mikill undirbúningur á bakvið tjöldin Gríðarlega mikil vinna og samstarf fer fram á bakvið tjöldinn á milli alþjóðadeildar lögreglu, lögregluliða í þeim löndum og borgum þar sem leikir fara fram, íþróttaliða og öryggisfulltrúa þeirra sem og knattspyrnusamtaka þar sem upplýsingum er deilt og skipulag sett upp í þeim tilgangi að tryggja öryggi hvað best. Þrátt fyrir þetta getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis að sögn Silvíu og vert sé að læra af því. Ekki sé langt síðan íslensk lið, bæði landslið og litlir klúbbar fóru að taka meira pláss á stóra sviðinu og því nokkuð eðlilegt að það taki tíma að læra inn á nýjan veruleika. „Við erum í rosa góðum samskiptum við KSÍ og lögregluliðin heima sem og liðin, félagsliðin. Þetta er svo nýtt fyrir þeim oft, þó að einn og einn klúbbur sé búinn að vera lengi í þessu,“ segir Silvía. Í gegnum aðild að EES hefur Ísland skrifað undir og tekið upp samninga Evrópusambandsins er varða lögreglusamvinnu, meðal annars í tengslum við fótboltaleiki. Þetta felur í sér ákveðnar skyldur sem útlistaðar eru nánar í flettiglugganum hér að neðan. Hlutverk og skyldur Upplýsingaöflun lögreglu: Að í hverju landi eigi að vera til yfirlit yfir félagslið og landslið og stuðningsmenn þeirra. Atburðatengdur undirbúningur lögreglu. Samvinna lögregluliða á meðan á atburði stendur: Fyrir leik, á meðan á leik stendur og eftir leik. Samvinna lögreglu og viðburðarstjórnar. Samvinna lögreglu, dómstóla og saksóknara. Samvinna lögreglu og stuðningsmanna. Samskipti og samvinna við fjölmiðla. Fundur sérfræðinga: Á hverju ári eiga að hittast allir hagsmunaaðilar sem koma að málaflokknum. „Lætin hafa yfirleitt verið í gegnum fótboltann,“ segir Silvía, en þótt samningarnir séu smíðaðir út frá öryggismálum um knattspyrnuleiki má nýta sömu boðleiðir í tengslum við aðrar íþróttakeppnir ef þurfa þykir. Upplýsingaöflunin felst einkum í því að hafa sem bestar upplýsingar um viðkomandi lið og stuðningsmenn þeirra til að auðvelda lögregluyfirvöldum á hverjum stað að undirbúa öryggisgæslu fyrir leiki, hvort sem það eru landsleikir eða til dæmis félagsliðaleikir í Evrópu. „Þegar þú horfir í gæsluna og út frá lögregluliðunum þá er verið að spá í hvar áhorfendurnir geta hist á öruggum stað, hvaða leið þeir þurfa að ganga, er einhvers staðar möguleiki að þeir rekist á hina stuðningsmennina á leiðinni, það má ekki krossast og svo framvegis,“ útskýrir Silvía. Óeinkennisklæddir lögreglumenn með í för Alla jafna er gert ráð fyrir að ef tvö hundruð eða fleiri stuðningsmenn gestaliðsins séu væntanlegir séu alltaf lögreglumenn með í för frá landi gestaliðsins. Þeir hafi ekki sömu valdheimildir og lögreglan í mótttökulandinu en vinni með lögreglunni í landinu þar sem leikurinn fer fram. „Þetta sparar oft mikla vinnu og sparar það að stuðningsmennirnir lendi í veseni. Við getum oft stoppað lætin áður en þau fara af stað, en það gerist ekkert alltaf,“ segir Silvía. Íslenskir lögreglumenn sem fylgja liðunum og áhorfendum þeirra þegar svo ber undir séu í góðum tengslum, bæði við stuðningsmennina og lögregluna í móttökulandinu. „Það kallast spotterar. Þá eru þeir óeinkennisklæddir og eru bara innan um stuðningsmennina og stuðningsmennirnir þekkja þá og geta komið til þeirra ef það er eitthvað vesen,“ útskýrir Silvía sem nefnir sem dæmi að fimm íslenskir lögreglumenn hafi til dæmis verið með í för þegar karlalandsliðið keppti á mótum í Rússlandi og í Frakklandi. Aron Einar fagnar með bróður sínum, Arnóri Þór, og fjölskyldu eftir sigurinn frækna á Austurríki á EM 2016.Vísir/Getty Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld en sá leikur er metinn lágáhættuleikur. Von er á innan við hundrað áhorfendum með gestaliðinu sem að mestu eru svokallaðir VIP-aðdáendur, hópur sem samanstendur að miklu leyti af fjölskyldu, vinum og vandamönnum leikmanna liðsins. Íslenska karlalandsliðið mætir síðan Frakklandi í París í næstu viku en þá á eftir að koma í ljós hvort íslenskir lögreglumenn fara með, það kemur í ljós þegar fyrir liggur hve margir íslenskir aðdáendur ætla að leggja leið sína til Frakklands. Ekki sjálfgefið Íslendingar verði alltaf til fyrirmyndar Hún segir sérstaklega ánægjulegt í sinni vinnu hvað íslenskir stuðningsmenn eru almennt vel liðnir þegar þeir fylgja sínum liðum þegar þau keppa á erlendri grundu, hvort sem það eru landsliðin eða minni félagslið. „Það eru allir rosalega ánægðir að fá íslenska aðdáendur af því það fylgir þeim svo mikil gleði. Það er aldrei vesen, það skiptir engu máli við hvaða land eða þjóð við erum að keppa, það er alltaf gleði hjá okkur og við erum alveg þekkt fyrir það. Þannig það finnst öllum gaman að taka á móti íslenskum áhorfendum,“ segir Silvía. Íslenskum stuðningsmönnum fylgir oftast mikil gleði, þvert á íþróttagreinar. Þessar voru hressar á leik Íslands og Belgíu í körfubolta.Vísir/Hulda Margrét Þetta sé alls ekki sjálfgefið en í sumum löndum eru í gildi viðurlög fyrir stuðningsmenn sem hegða sér illa. Og ekki að ástæðulausu. „Það eru lið sem setja menn í farbann, bann á útileiki, bann á heimaleiki. Það er eitthvað sem að okkur vantar og sem liðin eiga eftir að taka upp á. Hverjar eru afleiðingarnar? Það er næsti partur sem liðin þurfa að huga að. Það kemur að því að við lendum í veseni með áhorfendur bara eins og allir.“ Taka vegabréfin af óþekkum stuðningsmönnum Í öðrum löndum, til að mynda í Bretlandi hafi þessi mál verið tekin sérstaklega föstum tökum. Danir séu einnig nokkuð á undan Íslendingum hvað þetta varðar horfi einnig til þess að fara svipaða leið. „Bretinn hann tekur vegabréfin af stuðningsmönnum. Það er í lögum hjá þeim. Ef þú ert settur í bann, þá þarftu að mæta á lögreglustöðina og leggja inn vegabréfið þitt daginn fyrir útileik, og svo færðu vegabréfið þegar leikurinn er búinn daginn eftir.“ Sjá einnig: Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Þetta séu Danir að reyna að fá í gegn hjá sér líka en Ísland er ekki komið á þann stað. „Af því að við eigum bara svo frábæra áhorfendur. Það má ekki gleyma því, þeir eru dásamlegir upp til hópa,“ segir Silvía. Menningarmunur við áhættumat Áhangendur hvers liðs eru áhættumetnir fyrir hvern leik og lítil áhætta fylgir alla jafna íslenskum stuðningsmönnum. En það getur haft misjafna þýðingu á milli landa hvað telst til mikillar eða lítillar áhættu. „Það er kannski menning í einu landi sem er álitin agressív í öðru, þannig að þessar upplýsingar skipta svo miklu máli. Þetta er kannski bara menningin hjá stuðningsmönnum í einu landi að hafa gaman og vera með læti, en það getur verið álitin ögrun í öðru landi.“ Foreldrar og fjórði flokkur dugi ekki í gæslu Á þessu tímabili hafa nokkur íslensk lið tekið þátt í umspili eða tryggt sér keppnisrétt á mótum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Kvenna- og karlalið Vals og Breiðabliks auk karlaliða KA og Víkings. Fyrir liggur einnig að á næsta tímabili mun karlalið Vestra meðal annars spila Evrópuleiki í fyrsta sinn eftir að þeir tryggðu sér frækinn sigur í bikarúrslitum. Sjá einnig: Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni „Litlu klúbbarnir hafa margir kannski aldrei áður staðið í þessu og eru kannski ekki heldur með bolmagn, eru ekki með reynslu í klúbbnum til að vita þetta allt. Þeir eru bara svo litlir,“ segir Silvía. Slagsmál brutust út þegar tapsárir stuðningsmenn Bröndby réðust skyndilega að stuðningsmönnum Víkinga eftir leik liðanna í sumar.skjáskot Nú sé skylda að allir klúbbarnir séu með öryggisfulltrúa og KSÍ hélt nýverið námskeið fyrir öryggisfullrúa liðanna. „Þeir eiga að sjá um í rauninni að leikirnir geti farið fram og áhættumeta hvern leik fyrir sig. Þeir eiga að sjá um að áhættumeta leikina á sínum eigin velli,“ segir Silvía. „Í leikjunum sem munu verða í framtíðinni þá er það ekkert í boði að hafa fjórða flokk í gæslu eða foreldrana. Þau kunna þetta ekki, þekkja þetta ekki og vita ekki hvernig á að bregðast við,“ segir Silvía. Sama gildi um Manchester og Breiðablik Þótt lögregla og UEFA áhættumeti alla leiki einnig þurfi félagsliðin einnig að framkvæma eigið áhættumat og gera viðeigandi ráðstafanir. „Það eru reglur hjá liðunum um að aðgreina hvar liðin eiga að sitja, hve langt á að vera á milli, þannig ábyrgðin er líka á klúbbnum að sjá til þess að það sé öryggi fyrir alla. Það gleymist svolítið. Þó svo að UEFA áhættugreini og við komum með eins mikið af upplýsingum og hægt er og komum þeim til skila, þá er ábyrgðin líka svolítið á klúbbana, hvort sem það er Breiðablik eða Manchester,“ segir Silvía sem dæmi. Stuðningsmenn Breiðabliks.Vísir/Diego
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira