Innlent

252,6 milljónir runnið í ríkis­sjóð úr dánar­búum án lögerfingja á tíu árum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þegar engir erfingjar finnast renna eignir dánarbúa í ríkissjóð.
Þegar engir erfingjar finnast renna eignir dánarbúa í ríkissjóð. Getty

Alls hafa 252,6 milljónir króna runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á síðustu tíu árum. Engar greiðslur voru hins vegar í ríkissjóð úr dánarbúum árin 2015 til 2018.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur um eignir úr dánarbúum án lögerfingja.

Bryndís spurði um heildarfjárhæðir eigna sem hefðu runnið í ríkissjóð úr dánarbúum lögerfingja síðustu tíu ár en hvorki fjármála- og efnahagsráðuneytið né sýslumenn gátu svarað. 

Gögnin sem birtast í svarinu voru því fengin hjá Fjársýslu ríkisins.

Upphæðirnar eru afar breytilegar milli ára; til að mynda 133 milljónir árið 2023 en 937 þúsund krónur árið 2024.

„Á umræddu tímabili er tekjufærslan í öllum tilvikum innborgun til ríkissjóðs,“ segir í svarinu. „Lengra aftur eru dæmi um að auk peninga hafi ríkissjóður fengið jörð með húsum og hlutabréf. Tekjufærslan hverju sinni nær yfir allar þær eignir sem ganga til ríkissjóðs.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×