Stjórnarandstaðan gagnrýnir agaleysi í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 15:10 Oddný Harðardóttir. Stjórnarandstaðan segir skyndiákvarðanir einstakra ráðherra um lögnu fyrirsjáanleg fjárútlát einkenna störf ríkisstjórnarinnar. vísir/stefán Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir. Alþingi Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir.
Alþingi Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira