Þúsunda prósenta launamunur ræddur á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 11:56 Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson. Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21
Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14