Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2025 14:09 Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. Vísir Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir. Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir. Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir.
Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira