Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 14:37 Félagsheimilið á Flateyri færist í hendur sérstakra hollvinasamtaka þess ef bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur blessun sína yfir afsal og samkomulag þess efnis á morgun. Facebook-síðan Samkomuhúsið á Flateyri Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að bærinn afsali sér félagsheimilinu á Flatey til hollvinasamtaka. Samtökin eiga jafnframt að fá styrk frá sveitarfélaginu til þess að lappa upp á húsið. Samkomulag bæjarins við Hollvinasamtök samkomuhússins felur í sér að Ísafjarðarbær afsali sér félagsheimilinu endurgjaldslaust. Í staðinn sjái samtökin um allan rekstur fasteignarinnar, stjórnun og utanumhald viðburða, útleigu og viðhald með þeim tilgangi að efla og auka félags- og menningarlíf í Önundarfirði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til þess að styrkja hollvinasamtökin til þess að reka húsið, meðal annars til þess að mæta kaupum á orku og trygginga auk ýmissa gjalda, fyrir utan fasteignagjöld. Rekstur hússins kostaði Ísafjarðarbæ rúmar 1,2 milljónir króna í fyrra. Þá styrkir bærinn samtökin um sjö milljónir króna á næsta ári til þess að standa straum af kostnaði við viðhald og endurbætur á félagsheimilinu. Samkomulagið veitir sveitarfélaginu rétt til þess að rifta því ef hollvinasamtökin vanrækja skyldur sínar og þá heldur það forkaupsrétti á húsinu. Allur hugsanlegur rekstrarafgangur á að renna óskiptur til viðhalds og endurbóta. Núllast út í bókhaldi bæjarins Bæjarráð leggur einnig til viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs vegna sölunnar á félagsheimilinu. Sölutap vegna þess er talið nema 2,1 milljón króna sem sé bókfært virði hússins. Á móti lækki gjöld eignasjóðs sveitarfélagsins og því núllist salan út í bókhaldslegum skilningi. Ekki er þannig reiknað með því að afsalið hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins á þessu ári. Afsalið og samkomulagið við hollvinasamtökin verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á morgun. Ísafjarðarbær Félagsmál Sveitarstjórnarmál Menning Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Samkomulag bæjarins við Hollvinasamtök samkomuhússins felur í sér að Ísafjarðarbær afsali sér félagsheimilinu endurgjaldslaust. Í staðinn sjái samtökin um allan rekstur fasteignarinnar, stjórnun og utanumhald viðburða, útleigu og viðhald með þeim tilgangi að efla og auka félags- og menningarlíf í Önundarfirði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til þess að styrkja hollvinasamtökin til þess að reka húsið, meðal annars til þess að mæta kaupum á orku og trygginga auk ýmissa gjalda, fyrir utan fasteignagjöld. Rekstur hússins kostaði Ísafjarðarbæ rúmar 1,2 milljónir króna í fyrra. Þá styrkir bærinn samtökin um sjö milljónir króna á næsta ári til þess að standa straum af kostnaði við viðhald og endurbætur á félagsheimilinu. Samkomulagið veitir sveitarfélaginu rétt til þess að rifta því ef hollvinasamtökin vanrækja skyldur sínar og þá heldur það forkaupsrétti á húsinu. Allur hugsanlegur rekstrarafgangur á að renna óskiptur til viðhalds og endurbóta. Núllast út í bókhaldi bæjarins Bæjarráð leggur einnig til viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs vegna sölunnar á félagsheimilinu. Sölutap vegna þess er talið nema 2,1 milljón króna sem sé bókfært virði hússins. Á móti lækki gjöld eignasjóðs sveitarfélagsins og því núllist salan út í bókhaldslegum skilningi. Ekki er þannig reiknað með því að afsalið hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins á þessu ári. Afsalið og samkomulagið við hollvinasamtökin verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á morgun.
Ísafjarðarbær Félagsmál Sveitarstjórnarmál Menning Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira