Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 07:27 Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti en nóttin gekk vel á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Mynd úr safni. Vísir/Ernir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær. Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær.
Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum